Almennt jókst flutningur aflahlutdeilda á nýliðnu fiskveiðiári verulega  sem er öfugt við þróun undanfarinna ára. Veruleg aukning og mjög hátt hlutfall á flutningum aflahlutdeilda í uppsjávartegundum vekja sérstaka athygli, en hlutfallið 2013/2014 er 29,4% í NÍ-síld,  27,5% í íslenskri síld og yfir 20% í loðnu og kolmunna. Samdráttur var aðeins í þremur kvótategundum, skötusel, langlúru og flæmingjarækju.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu þar sem nýliðið fiskveiðiár er gert upp.

Sjá töflu HÉR.