Múlaberg SI 22 fékk heyrúllu í trollið á 195 faðma dýpi þegar skipið var á rækjuveiðum 42 mílur norður af landinu nýlega.

Á meðfylgjandi mynd sem Finnur Sigurbjörnsson afleysingaskipstjóri tók á farsíma í myrkri og þoku má sjá hvar karlarnir eru búnir að skera skiljuna upp til að ná rúllunni.

Heyrúllan skorin úr trolli Múlabergs SI
Heyrúllan skorin úr trolli Múlabergs SI
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þetta kemur fram á vef Ramma hf., sem gerir Múlabergið út, en er ljóst hvort fundur rúllunnar falli undir landbúnaðar- eða sjávarútvegsneytið.