„Eitt sem við skulum ekki gleyma er að hinn almenni breski neytandi veit nánast ekkert um hvaðan fiskurinn hans kemur,“ sagði Svavar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri Sæmarks ehf. í erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni á dögunum.

„Lítil dæmisaga um þetta er sú að þegar ég var ásamt stoltum framleiðendum í Bretlandi að skoða fiskinn okkar í ágætri verslun þar. Við spurðum fisksalann hvaðan þorskurinn hans kæmi; hann sagði hva...  sérðu það ekki maður? Það stendur á miðanum:  MSC sem þýðir Made in Scotland !“