Móttaka fiskimjölsverksmiðja á hráefni dróst saman um 30% á síðasta ári. Þrjár verksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tóku á móti um 38% alls þess hráefnis sem brætt var.

Á árinu 2014 tóku fiskimjöls­verksmiðjur á Íslandi á móti um 430 þúsund tonn­um af hráefni til bræðslu. Á árinu 2013 nam móttakan um 621 þúsund tonnum. Hér er því um verulegan samdrátt að ræða milli áranna 2013 og 2014. Skýr­ist hann af minni loðnuveiði en kolmunni jókst verulega í hrá­efnisöflun verksmiðjanna.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.