Móttaka fiskimjölsverksmiðja á hráefni dróst á síðasta ári. Munar þar mestu um minnkandi loðnuafla. Stór hluti hráefnisins er úrkast frá manneldisvinnslu.

Á árinu 2013 tóku fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi á móti um 621 þúsund tonni af hráefni til bræðslu, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Félagi íslenskra fiskmjölsframleiðenda. Á árinu 2012 nam móttakan um 713 þúsund tonnum. Hér er því um 13% samdrátt að ræða á milli áranna 2012 og 2013.

Á árinu 2013 voru brædd rúm 403 þúsund tonn af loðnu sem er um 65% af öllu hráefni fiskimjölsverksmiðjanna. Aðrar tegundir eru um 5 til 15% af heildarmóttökunni.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.