Boðað hefur verið til fundar á Austurvelli á morgun klukkan 16 til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar varðandi breytta fiskveiðistjórnun og veiðigjöld. Að fundinum standa útvegsmannafélög um land allt, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands og fleiri félög .

Ræðumenn verða fulltrúar útgerða, sjómanna, sveitarfélags og þjónustugreina. Að loknum fundinum verður Alþingi afhent áskorun um að vanda til verka við breytingar á stjórn fiskveiða.

Vitað er að allmörg skip munu sigla utan af landi til Reykjavíkur gagngert  vegna fundarins og taka áhafnir þeirra þátt í fundinum auk þeirra sem koma landleiðina.