Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda mótmælir harðlega öllum tilburðum Hafrannsóknastofnunar við stjórnun grásleppuveiða á grundvelli niðurstaðna úr togararalli.
Þetta kemur fram í ályktun um grásleppumál sem samþykkt var fyrr í dag á aðalfundi LS. Fundurinn skorar einnig á stjórnvöld að fela Hafrannsóknastofnun að óska eftir gögnum frá stjórn Alþjóða náttúruverndarsjóðsins (WWF) um hvað liggi til grundvallar þeirri ákvörðun hans að setja grásleppu- og grásleppuhrogn á válista.