Fjarðabyggð leggst alfarið gegn því að áformuð Hamarsvirkjun í Hamarsdal í Djúpavogshreppi verði skilgreind í verndarflokk eins og lagt hefur verið til.

Þetta kemur fram í umsögn bæjarritara Fjarðabyggðar um erindi umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins um drög að flokkun fimm virkjanakosta í fimmta áfanga rammaáætlunar. Er Hamarsvirkjun einn þessara virkjana.

Megi ekki líða fyrir orkuskort

„Afstaða Fjarðabyggðar til málsins mótast af mikilvægi orkuöryggis og tryggu aðgengi að orku á Austurlandi en atvinnulíf á svæðinu og almenningur líða fyrir að ekki sé til næg orka til uppbyggingar á nýjum atvinnutækifærum sem tengjast orkuskiptum ásamt rekstri sem fyrir er í fjórðungnum,“ segir í umsögn bæjarritarans sem kveður mikilvægt að fjölga virkjunarkostum á Austurlandi enda fari eftirspurn og þörf fyrir græna orku hratt vaxandi.

Verksmiðjur tilneyddar að brenna olíu með kostnaði og mengun

„Sem dæmi þá nota sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð um 120 þúsund lítra af olíu á hverjum þeim degi sem mjöl- og lýsisiðnaður er starfræktur með auknum kostnaði og neikvæðum umhverfisáhrifum þegar skortur er á skerðanlegri orku,“ segir í umsögninni þar sem fram kemur að til lengri tíma litið muni fiskimjölsverksmiðjur ekki geta brugðist við með þessum hætti. Nauðsynlegt sé að til staðar verði orka til að nýta við þá mikilvægu framleiðslu.

Landtenging skipa býður en þörfin knýjandi

Meðal annarra atriða sem tiltekin eru í umsögninni er stefna í orkuskiptum bíla- og skipaflota. Ekki sé næg orka í landsfjórðungnum til þeirra. „Landtenging skipa í höfnum bíður en knýjandi þörf er vegna skemmtiferðaskipa sem sækja fjórðunginn heima auk flutningaskipa og fiskiskipa,“ segir í umsögninni.

„Fjarðabyggð leggst alfarið gegn því að jafn mikilvægur og hlutfallslega stór virkjanakostur sem Hamarsvirkjun er verði felld í verndarflokk þegar jafn brýn þörf er fyrir orku á svæðinu og um mikilvægan innvið að ræða til að tryggja orkuöryggi landsins,“ segir í lok umsagnarinnar.

Hægagangur og pattstaða

Í umfjöllun Austurfréttar um Hvammsvirkjun í júní í fyrra kom fram að pattstaða væri í málefnum Hvammsvirkjunar, sjö árum eftir að rannsóknarleyfi hafi verið gefið út og að það staðfesti Skírnir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Hydro. Kvaðst Skírnir ekki vita hvort hann ætti að hlæja eða gráta yfir hægagangi í stjórnkerfinu.

Kom fram í Austurfrétt að verkefnið snúist um að virkja vatnasvið Hamarsár sem eigi upptök í vötnum og tjörnum á Hraunum í Djúpavogshreppi. „Hugmyndirnar gera ráð fyrir þriggja kílómetra langri stíflu við Hamarsvatnið sjálft og vatninu veitt í inntakslón neðar í ánni. Þar yrði svo reist önnur stífla sem yrði allt að 50 metra há,“ sagði í Austurfrétt.

Fjarðabyggð leggst alfarið gegn því að áformuð Hamarsvirkjun í Hamarsdal í Djúpavogshreppi verði skilgreind í verndarflokk eins og lagt hefur verið til.

Þetta kemur fram í umsögn bæjarritara Fjarðabyggðar um erindi umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins um drög að flokkun fimm virkjanakosta í fimmta áfanga rammaáætlunar. Er Hamarsvirkjun einn þessara virkjana.

Megi ekki líða fyrir orkuskort

„Afstaða Fjarðabyggðar til málsins mótast af mikilvægi orkuöryggis og tryggu aðgengi að orku á Austurlandi en atvinnulíf á svæðinu og almenningur líða fyrir að ekki sé til næg orka til uppbyggingar á nýjum atvinnutækifærum sem tengjast orkuskiptum ásamt rekstri sem fyrir er í fjórðungnum,“ segir í umsögn bæjarritarans sem kveður mikilvægt að fjölga virkjunarkostum á Austurlandi enda fari eftirspurn og þörf fyrir græna orku hratt vaxandi.

Verksmiðjur tilneyddar að brenna olíu með kostnaði og mengun

„Sem dæmi þá nota sjávarútvegsfyrirtæki í Fjarðabyggð um 120 þúsund lítra af olíu á hverjum þeim degi sem mjöl- og lýsisiðnaður er starfræktur með auknum kostnaði og neikvæðum umhverfisáhrifum þegar skortur er á skerðanlegri orku,“ segir í umsögninni þar sem fram kemur að til lengri tíma litið muni fiskimjölsverksmiðjur ekki geta brugðist við með þessum hætti. Nauðsynlegt sé að til staðar verði orka til að nýta við þá mikilvægu framleiðslu.

Landtenging skipa býður en þörfin knýjandi

Meðal annarra atriða sem tiltekin eru í umsögninni er stefna í orkuskiptum bíla- og skipaflota. Ekki sé næg orka í landsfjórðungnum til þeirra. „Landtenging skipa í höfnum bíður en knýjandi þörf er vegna skemmtiferðaskipa sem sækja fjórðunginn heima auk flutningaskipa og fiskiskipa,“ segir í umsögninni.

„Fjarðabyggð leggst alfarið gegn því að jafn mikilvægur og hlutfallslega stór virkjanakostur sem Hamarsvirkjun er verði felld í verndarflokk þegar jafn brýn þörf er fyrir orku á svæðinu og um mikilvægan innvið að ræða til að tryggja orkuöryggi landsins,“ segir í lok umsagnarinnar.

Hægagangur og pattstaða

Í umfjöllun Austurfréttar um Hvammsvirkjun í júní í fyrra kom fram að pattstaða væri í málefnum Hvammsvirkjunar, sjö árum eftir að rannsóknarleyfi hafi verið gefið út og að það staðfesti Skírnir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Hydro. Kvaðst Skírnir ekki vita hvort hann ætti að hlæja eða gráta yfir hægagangi í stjórnkerfinu.

Kom fram í Austurfrétt að verkefnið snúist um að virkja vatnasvið Hamarsár sem eigi upptök í vötnum og tjörnum á Hraunum í Djúpavogshreppi. „Hugmyndirnar gera ráð fyrir þriggja kílómetra langri stíflu við Hamarsvatnið sjálft og vatninu veitt í inntakslón neðar í ánni. Þar yrði svo reist önnur stífla sem yrði allt að 50 metra há,“ sagði í Austurfrétt.