Trillukarlar á Suðureyri hafa sent bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bréf þar sem þeir mótmæla ákvörðun hennar um að hverjum og einum frístundabáti verði úthlutað 2 tonnum af byggðakvóta, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.
Í bréfinu sem undirritað er af 16 smábátaeigendum á Suðureyri segir m.a.: Nýjasta útspil bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á úthlutun byggðakvóta Suðureyrar er samt eitthvað sem verður ekki flokkað undir annað en lítilsvirðingu gagnvart smábátasjómönnum á Suðureyri. Hún er sú að erlendir túristar á sjóstangveiðum fá að veiða góðan part af byggðakvóta Suðureyrar sem verður úthlutað til fyrirtækis sem er skráð í öðru byggðarlagi með hótel og veitingarekstur.
Samþykkt bæjarráðs Ísafjarðarbæjar um málefnið er eftirfarandi:
- 30% verði skipt jafnt, þó ekki meira en viðkomandi landaði á fyrra fiskveiðiári, nema frístundabátar (Flateyri, Þingeyri, Suðureyri)
- landa megi hvar sem er í sveitarfélaginu til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi.
- frístundabátar 2,0 tonn per bát“
Sjá nánar á vef LS