Úthafskarfaveiðum íslenskra skipa er nú að ljúka enda er kvótinn á þrotum. Frystitogarinn Málmey SK frá Sauðárkróki var væntanlegur inn til löndunar í gær með fullfermi. Að sögn Björns Jónassonar skipstjóra hefur veiðin verið vaxandi á úthafskarfaslóðinni og endaði í algjöru moki áður en túrnum lauk.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.