Smábátar voru að mokfiska á Pollinum í Eyjafirði í vikunni, að því er fram kemur á vef Þorgeirs Baldurssonar ljósmyndara.

Línan var dregin um kvöld og fram á nótt. Uppistaðan í aflanum var þorskur og ýsa en smávegis af lýsu.

Þeir Aðalsteinn Tryggvasson og Haukur Hauksson skipverjar á Rósu i Brún voru með um 1,3 tonn á 10 bala, 70% þorskur og 30% ýsa,  og voru þokkalega sáttir með daginn.

Sjá nánar myndir og texta HÉR .