Það er alltaf nokkur eftirvænting meðal togbátamanna suðvestanlands þegar stórt hólf vestur af Sandgerði er opnað fyrir veiðum hinn 1. maí því þar hefur jafnan verið mokveiði fyrstu dagana á eftir.

Þrettán togskip voru í startholunum að þessu sinni strax á miðnætti aðfaranótt dags verkalýðsins og urðu skipverjar ekki fyrir vonbrigðum með aflabrögðin frekar en áður. Karlarnir á Verði EA fengu m.a. 20 tonna hol eftir 43 mínútur sem skipstjórinn taldi reyndar vera óæskilega mikið í einu en við þessar aðstæður getur verið erfitt að skammta aflann í trollið. Meirihluti aflans var ýsa en með fylgdi vænn þorskur.

Þótt skipin hafi öll verið á flótta undan þorski vegna kvótaskorts og legðu sig eftir ýsu og kola varð ekki hjá því komist að einhver þorskur kæmi með.

Sjá nánar frásögn af túrnum í nýjustu Fiskifréttum.