Þorskveiðar voru leyfðar á ný Flæmingjagrunni í fyrra eftir stofninn hafði verið fiskaður niður í mörg ár. Kvóti Norðmanna á þessu ári er 925 tonn og tóku tveir togarar, Langvin og Atlantic Star, þann afla á einni viku snemma í þessum mánuði.

,,Við fiskuðum fyrir eina milljón króna á dag [jafnvirði 20 milljóna íslenskra króna],” segir Torbjörn Sörensen skipstjóri á Langvin í samtali á vef samtaka norskra útvegsmanna og bætir því við að gríðarmikið hafi verið af stórum fiski.

Fram kemur að veður hafi verið mjög slæmt meðan á veiðunum stóð sem ekki þarf að koma á óvart því Flæmingjagrunn getur verið mikið veðravíti.