„Krabbinn er svakalega vannýtt auðlind. Það er sama hvar ég set þessar gildrur mínar, ég fæ alltaf fullt af krabba,“ segir Eiríkur Sigurðsson, skipstjóri á frystitogaranum Reval Viking.

Krabbann veiðir Eiríkur á hraðbátnum Bryndísi út frá Snarfarahöfninni í Reykjavík. Hann segir að þrátt fyrir að gnægð sé af grjótkrabbanum sé enginn að nýta hann af neinu viti.

„Það er einn bátur á Akranesi sem er að veiða krabba í kannski þrjá mánuði á sumrin, annars er ekkert verið að nota þetta,“ segir Eiríkur.

Vinnslan er hindrunin hérlendis

„Ég er búinn að  vera með gildrur allt í kring um  Viðey, uppi í Geldinganesi og í  Hvalfirði og ég fæ alls staðar  fullt af krabba,“ segir Eiríkur Sigurðsson. Mynd/Aðsend
„Ég er búinn að vera með gildrur allt í kring um Viðey, uppi í Geldinganesi og í Hvalfirði og ég fæ alls staðar fullt af krabba,“ segir Eiríkur Sigurðsson. Mynd/Aðsend

Veiðina segir Eiríkur vera afar auðvelda, á sumrin sé krabbinn alveg upp á tveggja metra dýpi, rétt uppi í fjöru. „Maður gæti veitt endalaust ef maður vildi. Ég er búinn að vera með gildrur allt í kring um Viðey, uppi í Geldinganesi og í Hvalfirði og ég fæ alls staðar fullt af krabba.“

Að sögn Eiríks er vinnslan hindrunin með krabbann hérlendis. Ein vinnsla í Njarðvík hafi verið að reyna fyrir sér. „Og þeir voru eitthvað að prófa þetta uppi á Akranesi. Til þess að ná kjötinu úr krabbaklónum notuðu þeir steypuhrærivélar og létu þær ganga í töluverðan tíma til að brjóta þetta niður. Ég held að það hafi ekki virkað neitt.“

Eiríkur segir að þótt lengi vel hafi ef til vill  lítið verið af krabba við Ísland sé það nú gerbreytt. „Og þá er bara að leita sér þekkingar utan lands. Það hljóta að vera til þekktar aðferðir úti í heimi,“ bendir hann á.

Ekki síðri en humar

Krabbasúpa Eiríks Sigurðssonar í uppsiglingu. Mynd/Aðsend
Krabbasúpa Eiríks Sigurðssonar í uppsiglingu. Mynd/Aðsend

Krabbann kveðst Eiríkur sjálfur aðeins veiða fyrir vini og fjölskyldu. „Ég gæti auðveldlega tekið miklu meira ef ég vildi það,“ undirstrikar hann. Krabbinn renni ljúflega ofan í hópinn.

„Krabbinn er æðislegur matur, hann er alls ekki síðri en humar. Við notum hann mjög mikið í krabbasúpu og svo er mjög auðvelt að breyta henni í fiskisúpu með því að setja fisk út í,“ segir Eiríkur sem steikir krabbann og sýður síðan í þrjá til fjóra klukkutíma í skelinni. „Ég nota yfirleitt hamar til að mylja skelina aðeins. Þetta er frekar seinlegt en maður fær alveg drjúgt af kjöti.“

Engin takmörk

Hraðbáturinn Bryndís var keyptur frá Wales. Mynd/Aðsend
Hraðbáturinn Bryndís var keyptur frá Wales. Mynd/Aðsend

Hraðbátinn Bryndísi keypti Eiríkur frá Wales. „Hann er svakalega kraftmikill og við fjölskyldan notum hann mjög mikið, til dæmis í fiskveiðar, á svartfugl, á sjóskíði og allan fjandann,“ segir hann. Dætur hans fjórar noti bátinn ekki minna en hann sjálfur. „Ég er búinn að kenna þeim allt á það þannig að ég þarf ekkert að fara með þeim.“

Ef marka má Eirík ættum við að skyggnast betur ofan í sjóinn. Hafi fólk haldið að búið sé að finna upp allt sem sé hægt að finna upp þá sé það verulega mikill misskilningur. „Það er fullt af dóti sem við getum nýtt meira, það er ekki bara krabbinn; það er þari og allur fjandinn. Möguleikarnir eru alveg gersamlega endalausir. Það eru engin takmörk á því.“

Framúrskarandi skipstjóri

Eiríkur fékk í síðustu viku viðurkenningu á sjávarútvegssýningunni Icefish fyrir að vera framúrskarandi íslenskur skipstjóri eins og verðlaunaflokkurinn er nefndur. „Ég sagði í upphafi að mér fyndist það kannski óverðskuldað og að það ættu kannski einhverjir aðrir frekar að fá þau. En það voru einhverjir sem mátu það svoleiðis að ég ætti það skilið. Þá er það bara fínt og ég tók glaður við þeim.

„Krabbinn er svakalega vannýtt auðlind. Það er sama hvar ég set þessar gildrur mínar, ég fæ alltaf fullt af krabba,“ segir Eiríkur Sigurðsson, skipstjóri á frystitogaranum Reval Viking.

Krabbann veiðir Eiríkur á hraðbátnum Bryndísi út frá Snarfarahöfninni í Reykjavík. Hann segir að þrátt fyrir að gnægð sé af grjótkrabbanum sé enginn að nýta hann af neinu viti.

„Það er einn bátur á Akranesi sem er að veiða krabba í kannski þrjá mánuði á sumrin, annars er ekkert verið að nota þetta,“ segir Eiríkur.

Vinnslan er hindrunin hérlendis

„Ég er búinn að  vera með gildrur allt í kring um  Viðey, uppi í Geldinganesi og í  Hvalfirði og ég fæ alls staðar  fullt af krabba,“ segir Eiríkur Sigurðsson. Mynd/Aðsend
„Ég er búinn að vera með gildrur allt í kring um Viðey, uppi í Geldinganesi og í Hvalfirði og ég fæ alls staðar fullt af krabba,“ segir Eiríkur Sigurðsson. Mynd/Aðsend

Veiðina segir Eiríkur vera afar auðvelda, á sumrin sé krabbinn alveg upp á tveggja metra dýpi, rétt uppi í fjöru. „Maður gæti veitt endalaust ef maður vildi. Ég er búinn að vera með gildrur allt í kring um Viðey, uppi í Geldinganesi og í Hvalfirði og ég fæ alls staðar fullt af krabba.“

Að sögn Eiríks er vinnslan hindrunin með krabbann hérlendis. Ein vinnsla í Njarðvík hafi verið að reyna fyrir sér. „Og þeir voru eitthvað að prófa þetta uppi á Akranesi. Til þess að ná kjötinu úr krabbaklónum notuðu þeir steypuhrærivélar og létu þær ganga í töluverðan tíma til að brjóta þetta niður. Ég held að það hafi ekki virkað neitt.“

Eiríkur segir að þótt lengi vel hafi ef til vill  lítið verið af krabba við Ísland sé það nú gerbreytt. „Og þá er bara að leita sér þekkingar utan lands. Það hljóta að vera til þekktar aðferðir úti í heimi,“ bendir hann á.

Ekki síðri en humar

Krabbasúpa Eiríks Sigurðssonar í uppsiglingu. Mynd/Aðsend
Krabbasúpa Eiríks Sigurðssonar í uppsiglingu. Mynd/Aðsend

Krabbann kveðst Eiríkur sjálfur aðeins veiða fyrir vini og fjölskyldu. „Ég gæti auðveldlega tekið miklu meira ef ég vildi það,“ undirstrikar hann. Krabbinn renni ljúflega ofan í hópinn.

„Krabbinn er æðislegur matur, hann er alls ekki síðri en humar. Við notum hann mjög mikið í krabbasúpu og svo er mjög auðvelt að breyta henni í fiskisúpu með því að setja fisk út í,“ segir Eiríkur sem steikir krabbann og sýður síðan í þrjá til fjóra klukkutíma í skelinni. „Ég nota yfirleitt hamar til að mylja skelina aðeins. Þetta er frekar seinlegt en maður fær alveg drjúgt af kjöti.“

Engin takmörk

Hraðbáturinn Bryndís var keyptur frá Wales. Mynd/Aðsend
Hraðbáturinn Bryndís var keyptur frá Wales. Mynd/Aðsend

Hraðbátinn Bryndísi keypti Eiríkur frá Wales. „Hann er svakalega kraftmikill og við fjölskyldan notum hann mjög mikið, til dæmis í fiskveiðar, á svartfugl, á sjóskíði og allan fjandann,“ segir hann. Dætur hans fjórar noti bátinn ekki minna en hann sjálfur. „Ég er búinn að kenna þeim allt á það þannig að ég þarf ekkert að fara með þeim.“

Ef marka má Eirík ættum við að skyggnast betur ofan í sjóinn. Hafi fólk haldið að búið sé að finna upp allt sem sé hægt að finna upp þá sé það verulega mikill misskilningur. „Það er fullt af dóti sem við getum nýtt meira, það er ekki bara krabbinn; það er þari og allur fjandinn. Möguleikarnir eru alveg gersamlega endalausir. Það eru engin takmörk á því.“

Framúrskarandi skipstjóri

Eiríkur fékk í síðustu viku viðurkenningu á sjávarútvegssýningunni Icefish fyrir að vera framúrskarandi íslenskur skipstjóri eins og verðlaunaflokkurinn er nefndur. „Ég sagði í upphafi að mér fyndist það kannski óverðskuldað og að það ættu kannski einhverjir aðrir frekar að fá þau. En það voru einhverjir sem mátu það svoleiðis að ég ætti það skilið. Þá er það bara fínt og ég tók glaður við þeim.