Á ríkisstjórnarfundi í morgun var kynnt skýrsla sem stjórnvöld hafa látið taka saman um áhrif viðskiptabanns Rússa á íslenskan efnahag. Í skýrslunni er það metið svo að mögulegt tap af því að missa markað í Rússlandi fyrir íslenskar vörur sé 6-12 milljarðar króna á ári, að því er fram kom í hádegisfréttum RÚV.
Þar var haft eftir Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra að einhugur væri í ríkisstjórninni að halda áfram stuðningi við refisaðgerðir vesturveldanna gagnvart Rússum og enginn breyting fyrirhuguð á honum.