Grásleppuveiðar fara afar rólega af stað. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu var aðeins búið að landa 2 tonnum af hrognum og 106 tonnum af grásleppu 1. apríl sl. Á sama tíma í fyrra var hrognatalan komin í 28 tonn og grásleppuaflinn 453 tonn. Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda.
Að sögn sjómanna segja tölurnar allt sem segja þarf, veiðarnar ganga illa, eru með því lélegasta sem sést hefur í upphafi grásleppuvertíðar.
Það sama er að segja um áhuga kaupenda. Þrátt fyrir 40% verðlækkun á síðasta ári treysta þeir sér ekki til innkaupa nema á enn lægri verðum. 2013 var verð á óskorinni grásleppu gegnumgangandi 200 kr / kg, en nú er grásleppukörlum boðið verð á bilinu 150 - 160 krónur, sem losar 500 kr á kílóið fyrir blaut hrogn.
Hið lága verð og það hversu veiðarnar fara illa af stað hefur slegið á áhuga grásleppukarla í að hefja vertíð, segir ennfremur á vef LS.
Sjá nánar um grásleppumál á vef LS HÉR .