Rækjuskipin hafa verið að fiska ágætlega. Múlabergið SI-22 landaði 18. júlí, 38 tonnum af rækju og 11 tonnum af bolfiski. Sigurborg SH-12 landaði 19. júlí, 30 tonnum af rækju og 5 tonnum af grálúðu.

Þessar upplýsingar koma fram á vefnum siglo.is. Siglunes SI-70 landar 20. júlí, 16 tonnum af rækju. Hallgrímur SI-77 landar 20. júlí, 20 tonnum af rækju. Þessum afla er landað í rækjuvinnslu Ramma á Siglufirði.