,,Aflinn á rækjuveiðunum er afar lélegur. Það er mjög dapurt alls staðar,” sagði Jón Steingrímsson skipstjóri á Gunnbirni ÍS þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn til hans í gær. ,,Það er helst að eitthvað sé hægt að nudda einhverju upp utan við Hraunið norðvestur úr Kolbeinsey en vestursvæðið er alveg dautt.”

fimm skip eru enn á rækjuveiðum en önnur hafa gefist upp enda þótt rækjuveiðar séu frjálsar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.