Japönsk stjórnvöld hafa svipt fjögur japönsk útgerðarfélög veiðileyfi á alaskaufsa í rússnesku lögsögunni vegna staðhæfingar um að þau hafi mútað rússneskum embættismönnum.

Fyrirtækin eru sökuð um að hafa greitt rússneskum embættismönnum alls 500 milljónir jena (715 milljónir ISK) fyrir að horfa framhjá því að skip þeirra veiddu meira en tvíhliða fiskveiðisamningur Rússlands og Japans segir til um á árunum 2007-2009.

Brotið komst upp við skattrannsókn sem leiddi í ljós að félögin fjögur hefðu vantalið tekjur sínar stórlega. Var þeim gert að greiða 200 milljónir jena í viðbótarskatta auk fjársekta.

Japönsk skip höfðu leyfi til að veiða 10.925 tonn af alaskaufsa í efnahagslögsögu Rússa árið 2010. Strandgæsla Rússa hefur eftirlit með veiðunum.

Heimild: www. breitbart.com