Ýsustofnar í Norður-Atlantshafi eru í lægð ef frá er talinn ýsustofninn í Barentshafi. Miklar náttúrulegar sveiflur í nýliðun einkenna ýsustofnana. Ýsan á Íslandsmiðum sýnir minnstan breytileika, bæði í stærð hrygningarstofns og nýliðun, að því er Höskuldur Björnsson, verkfræðingur hjá veiðiráðgjafarsviði Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við Fiskifréttir.
Sveiflur í ýsuafla skýrast yfirleitt af breytileika í nýliðun en afrakstur á nýliða eykst oftast með minnkaðri nýliðun en hvergi nóg til að bæta sveiflur í nýliðun upp. Ýsustofnar í norðaustanverðu Atlantshafi eru alls staðar í lægð. Nyrstu stofnarnir eru hlutfallslega í bestu ástandi og í sögulegu samhengi hefur íslenski ýsustofninn gefið jafnastan afla og jöfnustu nýliðun. Það virðist því vera minnstur breytileiki í íslenska ýsustofninum.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.