Gangur makrílveiða við Ísland er töluvert hægari í ár en í fyrrasumar. Samkvæmt tölum Fiskistofu var í fyrradag búið að veiða 60.000 tonn af 131.000 tonna úthlutun sem er 46%. Til samanburðar má nefna að í fyrra á sama tíma höfðu íslensk skip veitt 95.000 tonn af 152.000 tonna úthlutun eða 63%.

Í þessu sambandi er þó rétt að hafa í huga að íslensk skip hafa veitt makríl við Austur-Grænland í sumar og hefur 12.000 tonnum þaðan verið landað hérlendis. Eigi að síður er veiddur makrílafli í heild rösklega 20.000 tonnum minni í ár en í fyrra.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.