Hrefnuvertíð Norðmanna er að ljúka og er ljóst að töluvert færri dýr verða skotin í ár en í fyrra. Samkvæmt frétt á norska vefnum Kystogfjord.no var í síðustu viku búið að veiða 446 hrefnur og voru kjötframleiðendur hættir að taka við en örfáir veiðimenn voru sjálfir eitthvað að verka. Á síðasta ári veiddust alls 529 dýr.
Hrefnukvóti Norðmanna í ár er 1.236 dýr þannig að aðeins rúmlega þriðjungur af leyfilegum fjölda dýra hefur verið veiddur. Þannig hefur það einnig verið undanfarin ár.