Færeyskir línubátar veiddu á fyrstu níu mánuðum ársins tæp 3.844 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.
Þetta er nokkru minni afli miðað við fyrra ár en á sama tíma í fyrra var botnfiskafli Færeyinga hér við land 5.365 tonn. Þorskaflinn er orðinn 829 tonn en á sama tíma í fyrra var hann 1.167 tonn. Þess má geta að heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu, eru 1.200 tonn líkt og undanfarin ár og hafa þau því nýtt tæp 70% aflaheimilda í tegundinni á yfirstandandi ári. Af öðrum tegundum má nefna að færeyskir bátar hafa veidd 930 tonn af ýsu og 778 tonn af keilu
Þess má geta að 24 bátar eru með leyfi til línu- og handfæraveiða innan íslensku lögsögunnar á þessu ári.
Nánar má sjá skiptingu afla erlendra ríkja eftir tegundum og mánuðum, bæði aflatilkynningar til Landhelgisgæslunnar og nýjustu löndunartölur hér .