Afli íslenskra fiskiskipa var 63.864 tonn í nóvember 2020 sem er 8% minni afli en í sama mánuði í fyrra. Botnfiskafli var tæp 40 þúsund tonn og dróst saman um 4%, þar af var þorskaflinn tæp 24 þúsund tonn sem er 8% minni afli en í nóvember 2019.
Fiskistofa greinir frá en á heimasíðu hennar má finna nákvæma tölfræði.
Uppsjávarafli var tæp 23 þúsund tonn sem er 12% minni afli en í nóvember 2019. Skel- og krabbadýraafli dróst saman á milli ára og var 371 tonn samanborið við 937 tonn í nóvember 2019.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá desember 2019 til nóvember 2020, var 1.010 þúsund tonn sem er 3% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.
Aflaverðmæti í nóvember, metið á föstu verðlagi, var 9,1% minna en í nóvember 2019.