„Ég byrjaði um síðustu mánaðamót og það eru komnir níu hákarlar á land. Þetta er svipað og undanfarin ár,“ segir Hreinn Björgvinsson hákarlaveiðimaður á Vopnafirði í samtali við Fiskifréttir. Annar veiðimaður á Vopnafirði, Guðjón Guðjónsson, fór í fyrstu veiðiferð sína fyrir rúmri viku og fékk fjóra hákarla í sinni fyrstu vitjun.
Hreinn segir að það sé minna mál að veiða hákarlinn en að vinna hann. Annað slagið komi upp vandamál við verkunina. Hann nefnir sem dæmi að í hittifyrra hafi mjög víða gengið illa án þess að nokkur skýring hafi fundist á því.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.