Fóður með minna fiskmjöli er að vísu ódýrara en hefðbundið fóður en fiskur sem nærist á því verður ekki eins heilbrigður, að því er fram kemur í frétt á fis.com
Í nýrri rannókn frá the National Institute of Standards and Technology (NIST) og South Carolina Department of Natural Resources (SCDNR) var kannað heilbrigði eldisfisks sem alinn var á fóðri sem innihélt minna af fiskimjöli en vanalega er notað.
Fiskeldi er ein að þeim greinum matvælaiðnaðarins sem vex hvað hraðast. Fiskeldi veltir um 100 milljörðum dollara, 12.600 milljörðum ISK, á ári og sér heiminum fyrir nálega helming alls fiskmetis. Fiskeldi er mjög háð fiskimjöli sem uppsprettu prótíns. Hins vegar er fiskimjöl dýrt hráefni og unnið úr villtum fiski sem víða er gengið nærri.
Hugmyndin er að leita að hráefni sem er ódýrara og meira í sátt við náttúruna.
Rannsakaður var vinsæll eldisfiskur (cobia) sem fékk fullan skammt af fiskimjöli og fiskur sem fékk skertan skammt. Einn hópur fékk 50% minni skammt af fiskimjöli en í venjulegu fóðri, annar hópur fékk fóður sem innihélt 75% minna af fiskimjöli og þriðji hópurinn fékk fóður með hefðbundnum skammti af fiskimjöli.
Niðurstöðurnar sýnd að fiskur sem alinn var á skertum skammti var efnafræðilega öðruvísi en fiskur sem var alinn á fóðri með fullum skammti af fiskimjöli. Fiskur alinn á skertu fóðri hafði meira af efnum sem tengdust stressi og minna af orkuefnum eins og glúkósa. Þessir fiskar fengu ekki nóg af næringaefnum til að tryggja heilbrigðan vöxt. Eldisfiskurinn sem fékk fullan skammt var hins vegar mjög heilbrigður og sprækur.