Undanfarna sex mánuði hefur landhelgisgæslunni í Argentínu tekist að stöðva fjögur fiskiskip við ólöglegar veiðar innan 200 mílna landhelgi landsins.

Samkvæmt frétt á fis.com er þrjú skipanna frá Kína en eitt frá Spáni. Nýlega var útgerðum skipanna gert að greiða eina milljón Bandaríkjadala í sekt (um 121 milljón íslenskar) fyrir hvert skip.

Tvö skipanna eru í eigu sama kínverska útgerðarfélagsins og hafa verið á veiðum við Argentínu í tvö ár.

Sjá nánar:

http://www.fis.com/fis/worldnews/worldnews.asp?monthyear=&day=22&id=62333&l=e&special=&ndb=1%20target=