Samkvæmt aðgerðaáætlun skosku ríkisstjórnarinnar á að bjóða fiskimönnum fjárhagsaðstoð vegna erfileika sem steðja að rækju- og hvítfiskveiðum. Greint er frá þessu á fishupdate.com.

Minnkandi afli, hækkandi olíuverð og lækkandi fiskverð á mörkuðum hafa gert fiskimönnum lífið leitt undanfarin ár og dregið verulega úr tekjum þeirra.

Áætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir allt að 6 milljóna punda fjárframlagi (um 1,1 milljarði ISK) í aðgerðirnar.

Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands, segir að sjávarútvegur sé gríðarlega mikilvæg atvinnugrein fyrir efnahag landsins. Greinin hafi skapað um 5.000 störf og velti um 500 milljónum punda á síðasta ári, sem jafngildir 95,2 milljörðum íslenskra króna. Auk þess sé sjávarútvegur grundvöllur fyrir byggð víða í landinu.

Sjá nánar: http://www.fishupdate.com/news/fullstory.php/aid/19921/Action_plan_announced_by_Scottish_Government_for_prawn_and_white_fisheries.html