Evrópusambandið hefur stóreflt eftirlit með ólöglegum fiskveiðum í aðildarríkjunum. Frá árinu 2010 hefur rúmum 185 milljónum evra (um 29 milljörðum ISK) verið varið í verkefnið og á þessu ári verða framlög til eftirlitsins stóraukin.

Megnið af fjármununum hefur farið í tæknibúnað en 12 þúsund bátar hafa verið útbúnir til að fylgjast með ólöglegum veiðum. Stærsti kostnaðarliðurinn er ný tækni og tölvunet sem kostaði 108 milljónir evra.

Á árinu 2014 er ráðgert að verja um 150 milljónum evra (23 milljörðum ISK) til að kaupa ný gæsluskip og flugvélar og þjálfa starfsfólk. Ennfremur mun hinn nýi fiskveiðsjóður ESB styrkja verkefnið um 480 milljónir evra (75 milljarða ISK). Þeir peningum fara í að innleiða nýja tækni, svo sem DNA-greiningu til að staðfesta uppruna þeirra sýna sem tekin eru.