Alþjóðahafrannsóknaráðið tvöfaldar veiðiráðgjöf sína í norsk-íslenskri síld og hækkar hana verulega í bæði makríl og kolmunna. Þetta hefur í för með sér á annað hundrað þúsund tonna aflaaukningu fyrir íslensk skip og gæti e.t.v. skilað viðbótartekjum í útflutningi upp á hátt í 10 milljarða króna.
Þetta kemur fram í Fiskifréttum í dag. Tvöföldun á kvóta norsk-íslenskrar síldar gæti gefið allt að 6 milljarða króna í viðbótartekjur, að óbreyttu markaðsverði og gengi, og aukinn kolmunnaafli gæti skilað 3 milljörðum í viðbót. Þá er ótalið hvaða áhrif hækkun veiðiráðgjafar í makríl muni hafa.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.