Norðmenn hafa verið iðnir við að merkja makríl undanfarna áratugi og síðustu árin hafa verið notuð rafeindamerki sem skynjarar á færiböndum uppsjávarvinnsluhúsa lesa og senda upplýsingarnar til gagnabanka í Noregi samstundis í gegnum netið.
Skynarakerfi hafa verið eða verða sett upp í frystihúsum í strandríkjunum við NA-Atlantshaf. Eitt slíkt kerfi var sett upp á Vopnafirði á þessu ári og fjögur til viðbótar verða sett upp á næsta ári hérlendis.
Vonast er til að niðurstöður merkinga Norðmanna muni nýtast við stofnmat makríls.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.