Miklar sveiflur einkenna ýsustofna í heiminum bæði í nýliðun og veiðum. Munurinn á stærstu og minnstu árgöngum ýsu hér við land getur verið þrítugfaldur.

Þetta kom fram í erindi sem Höskuldur Björnsson, verkfræðingur á Hafrannsóknastofnun, hélt á aðalfundi LÍÚ um vandamál við stjórn ýsuveiða.

Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark í ýsu verði 40% af áætlaðri stofnstærð 45 sentímetra ýsu. Nýliðun ýsu er slök og árgangar sem koma inn í veiðina gefa innan við 20 þúsund tonna veiði.

Sjá nánar umfjöllun um erindi Höskuldar í nýjustu Fiskifréttum.