Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um 22,9% á föstu verði í janúar 2014 samanborið við janúar árið áður. Í tonnum talið dróst afli saman um 57,4% og hefur mikill samdráttur í loðnuafla þar mest að segja. Botnfiskafli dróst lítilega saman í janúar milli ára eða um 3,7% sem skýrir af hverju samdráttur aflans á föstu verði er mun lægri í prósentum talið heldur en samdráttur aflans í tonnum.

Alls veiddust tæp 63.000 tonn í janúarmánuði samanborið við 147.000 tonn í sama mánuði í fyrra. Botnfiskaflinn nam rúmum 35.000 tonnum og dróst aðeins saman um 1.300 tonn. Loðnuaflinn minnkaði hins vegar úr 110.000 tonnum í janúar í fyrra í 20.000 tonn í ár.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar .