Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og þorskaflaheimildir í Barentshafi eru í sögulegu hámarki líða fiskvinnslufyrirtæki í Múrmansk og annars staðar á Kolaskaga líða fyrir mikinn hráefnisskort.

Þetta stafar af nýjum lögum sem tóku gildi í Rússlandi í júlí síðastliðnum. Lögin heimila strandveiðiflotanum að frysta aflann um borð og flytja afurðir milli skipa.

Fiskvinnslufyrirtækin tólf sem starfrækt eru á Kolaskaga eiga það á hættu að verða gjaldþrota ef fram heldur sem horfir, að því er fram kemur í blaðinu Izvestia.

Stærri skip í Barentshafi hafa lengi fryst afla sinn um borð og selt erlendis en strandveiðiflotinn hefur hingað til landað afla sínum í Múrmansk. Margir útgerðarmenn sjá nú hag sínum betur borgið með því að nýta sér þessa nýju lagaheimild. Þetta hefur gert það að verkum að landaður afli í Múrmansk hefur dregist saman um 50% á síðustu mánuðum.

Með minnkandi framboði á fiski hefur verðið fyrir hann hækkað. Hvort tveggja hefur gert fiskvinnslufyrirtækjunum afar erfitt fyrir.

Frá þessu er skýrt í Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi.