Ljósátan stal senunni á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í Salt Lake City í Bandaríkjunum í vetur. Þar kom fram að mestur vöxtur hefði verið í framboði af ljósátu af öllum þeim tegundum sem eru uppspretta lífsnauðsynlegra omega-3 fitusýra.
Heimsmarkaður fyrir omega-3 árið 2009 er talinn hafa numið meira en 1,4 milljörðum USD, eða 160 milljörðum ISK, og hann fer stækkandi. Eftirspurnin árið 2009 var um 86 þúsund tonn.
Ljósáta finnst í gríðarlega miklu magni við Suðurheimsskautið. Norðmenn hafa verið afkastamiklir við veiðar á ljósátu en Kínverjar hafa einnig verið liðtækir síðustu 2-3 árin. Veiðin á síðasta ári nam um 210 þúsund tonnum.
Talið er að auknar veiðar Norðmanna og Kínverja muni leiða til þess að aflinn fari í 300 þúsund tonn á ári. Menn óttast að það sé of mikið. Ljósátan er neðst í fæðupíramídanum. Ef hún er veidd í of miklum mæli gæti það komið niður á tegundum sem lifa á ljósátu svo og á öðrum sjávarlífverum sömuleiðis sem lifa á þeim og síðan tröppuganginn upp.
Heimild: Seafoodsource. com