Fyrsti loðnufarmur norskra skipa við Ísland á vertíðinni fékkst á laugardaginn og í norskum fjölmiðlum segir að mikill áhugi sé í Noregi fyrir Íslandsloðnunni.

Nokkur norsk skip fóru til Íslands á miðvikudaginn í síðustu viku og á laugardaginn meldaði fyrsta skipið sig til Síldarsamlagsins norska með 970 tonn. Aflinn fékkst austur af Langanesi. Stærðin var mjög góð, 35 stykki í kílóinu, og mikil eftirspurn hjá kaupendum.