Verð á fiskimjöli og lýsi hefur lækkað umtalsvert frá sama tíma í fyrra. Nemur verðlækkunin rúmum 30% á lýsi og um 25-30% á mjöli, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

„Í upphafi síðasta árs var verð á mjöli og lýsi í sögulegu hámarki. Segja má að hluti af lækkuninni sé leiðrétting á verði. Aukin framleiðsla í Suður-Ameríku í haust ýtti verðinu svo enn frekar niður,“ segir Garðar Svarvarsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.