,,Ástand markaðsmála er uggvænlegt um þessar mundir. Það er mikil sölutregða og nánast sölustopp á öllum bolfiski. Eina undantekningin er ferski fiskurinn en sala á honum  gengur enn þokkalega. Þetta ástand hefur varað núna í einar átta vikur,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri G. Run hf. í Grundarfirði í samtali við Fiskifréttir.

,,Ég held að meginskýringin sé kreppan í Evrópu. Kaupendur okkar erlendis fá ekki eðlilega lánafyrirgreiðslu í bönkum til að kaupa inn og halda birgðir. Ég hef ekki trú á því að þetta séu einhverjar aðgerðir af þeirra hálfu til þess að þrýsta niður verði. Það er auðvitað ekki óþekkt að upp komi sölutregða á erlendum mörkuðum. Þess eru mörg dæmi. Hins vegar hefur ríkt góðæri á markaði síðustu sjö árin og gengið mjög vel að selja allan fisk jafnharðan og hann er framleiddur,“ segir Guðmundur Smári.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.