Sala á íslenskum sjávarafurðum til Tyrklands næstum þrefaldist á síðasta ári. Þar er góður markaður fyrir makríl og ufsa og ekki spillir það fyrir að innflutningur frá Íslandi er tollfrjáls.
Tyrkland er eitt þeirra ríkja sem íslenskir fisksölumenn beindu sjónum sínum að eftir Rússlandsmarkaður lokaðist skyndilega í ágúst á síðasta sumri. Þá þurfti að koma makrílafurðum vertíðarinnar inn á aðra markaði með hraði. Segja má að fram að því hafi Norðmenn átt Tyrklandsmarkað fyrir makríl út af fyrir sig en á síðasta ári tókst Íslendingum að selja þangað 3.200 tonn af makríl samanborið við 196 tonn árið áður og enn minna árin á undan. Þá varð einnig aukning í sölu íslenskra ufsaflaka til Tyrklands eða úr rúmum 1.700 tonnum í tæplega 2.500 tonn. Þetta eru þær tvær fisktegundir sem Tyrkir sækjast eftir að kaupa héðan en vafalaust er markaður fyrir fleiri tegundir sjávarafurða.
Þetta kom fram í erindi Tinnu Gilbertsdóttur sölustjóra hjá Iceland Seafood á markaðsdegi fyrirtækisins á dögunum.
Sjá nánar um málið í nýjustu Fiskifréttum.