Mikil óvissa ríkir um makrílverð á komandi vertíð en hins vegar eru söluhorfur nokkuð bjartar, að mati Teits Gylfasonar sölustjóra hjá Iceland Seafood.

„Það eru engar birgðir á Íslandi og mikill áhugi er fyrir makrílviðskiptum í sumar. Ég get hins vegar engu spáð um verð,“ segir Teitur í viðtali í nýjustu Fiskifréttum. Lokun Rússlandsmarkaðar og erfiðleikar í Nígeríu leiddu til verðlækkana og minnkandi frystingar á makríl hérlendis á síðasta ári. Það endurspeglast í því að útflutningsverðmæti frystra makrílafurða minnkaði úr tæpum 23 milljörðum árið 2014 í röska 10 milljarða árið 2015.

Sjá nánar í Fiskifréttum.