Þrátt fyrir að makrílveiðar í NA-Atlantshafi hafi farið allt að 50% fram úr ráðgjöf vísindamanna síðustu ár virðist stofninn ekki hafa beðið neinn skaða af. Allar líkur eru á að stærð stofnsins hafi verið gróflega vanmetin vegna rangra aflatalna.

,,Það kemur fram í skýrslu Alþjóðahafrannsóknaráðsins að mikil óvissa er í stofnmati makríls, sem helgast fyrst og fremst af því að aflatölur fyrri ára, sem stofnmatið byggir að verulegu leyti á, eru mjög líklega rangar,“ segir Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun í samtali við Fiskifréttir. ,,Margt bendir til þess að stofninn sé stærri en stofnmatið gefur til kynna og þess vegna þoli hann líklegast meiri veiði en Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur ráðlagt.“

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.