Mikil makrílveiði hefur verið í grænlensku lögsögunni að undanförnu. Verið var að hefja dælingu úr risastóru holi á Polar Amarok þegar Fiskifréttir höfðu samband við Geir Zoega skipstjóra. Afli skipsins er nú á bilinu 3-4 þúsund tonn eftir að veiðar hófust.

Polar Amarok er á partrolli með Polar Princess. Geir segir þéttar og fallegar torfur á svæðinu.

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.