Of mikil framleiðslugeta og lágt afurðaverð hefur sett fyrirtæki í lifrarniðursuðu í vanda. Að mati Rolfs Arnarsonar, framkvæmdastjóra Akraborgar, sem er einn stærsti framleiðandi niðursoðinnar lifrar í heiminum, er nú svo komið að fyrirtækjum í þessari grein muni mögulega fækka og framleiðsla dragast saman.
Þegar lifrarniðursuða í Eystrasaltsríkjunum lagðist af vegna díoxínmengunar í Eystrasaltinu fjölgaði framleiðendum og framleiðslan jókst til muna hér á landi. Samkeppni var um hráefni og hráefnisverð snarhækkaði.
Nú er hráefnisverð farið að hríðlækka í fyrsta sinn í mörg ár og ástæðan er sú að margir framleiðendur sitja uppi með miklar birgðir.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.