Í október jukust út­flutnings­verðmæti eldis­fisks um 26 prósent á milli ára á föstu gengi og það sem af er ári hafa verðmætin aukist um 24 prósent á milli ára.

Þetta segir greiningardeild Landsbankans að því er skýrt er frá á vef Viðskiptablaðsins, vb.is. Þetta þýðir að út­flutnings­verðmæti eldis­fisk hefur aukist um 56 prósent samanlagt á árinu 2023 og það sem af er þessu ári.

Segir að síðasta ára­tug hafi verið viðvarandi vöru­skipta­halli og því sé hann viðbúinn að mati bankans. Þó séu jákvæð teikn á lofti. Auk aukningar í útflutningi eldisfisks hafi útflutnings­verðmæti lyfja og lækninga­vara færast nokkuð hratt í aukana. „Nú í október voru út­flutnings­verðmæti þeirra um 84 prósent meiri en í fyrra. Það sem af er ári hafa út­flutnings­verðmæti aukist um 57 prósent á milli ára á föstu gengi,“ segir í Hag­s­já Lands­bankans.

Annar út­flutningur er sagður hafa staðið nokkurn veginn í stað það sem af er þessu ári.