Mjög slæmt veður vestur af Írlandi hefur hamlað veiðum norskra kolmunnaskipa. Þrátt fyrir það var tilkynnt um 48 þúsund tonna afla í síðustu viku, þar af var 31 þúsund tonn veitt um helgina.

Þetta kemur fram á vef norska síldarsamlagsins. Kolmunninn var seldur til fiskimjölsverksmiðja í Noregi, Danmörk og á Íslandi.

Nú er metverð á kolmunna segir ennfremur á vef norska síldarsamlagsins og vegur það eitthvað upp á móti kvótasmadrætti í kolmunna. Í ár mega norsk skip veiða rétt rúm 300 þúsund tonn af kolmunna en kvótinn á árinu 2015 var um 498 þúsund tonn.