Norsk skip veiddu um 18.500 tonn af norsk-íslenskri síld í síðustu viku, að því er fram kemur á vef Norges Sildesalgslag.

Stærsti hlutinn var veiddur á svæði milli N 68° og N 70° og síldin var að meðaltali um 350 grömm að þyngd.

Verð á síldinni var mjög gott og hæsta verðið var 6,60 krónur norskar á kíló. Meðalverðið var 6,24 krónur, samsvarandi126,7 íslenskum krónum á kílóið, sem er mjög hátt verð í sögulegu samhengi.