Veltan hjá sölusamtökum fiskimanna í Noregi, Råfisklaget, er komin í sjö milljarða norskra króna það sem af er þessu ári, eða sem samsvarar um 128 milljörðum íslenskum. Þetta kemur fram á vef norska síldarsamlagsins.

Veltan er um 1,4 milljörðum NOK hærri en á sama tíma í fyrra og enn eru um fimm til sex vikur eftir af árinu. Það stefnir því í metvelta hjá Råfisklaget sem annast sölu á bolfiski sem veiðist við ströndina á svæðinu frá Finnmörk til Mæris og Romsdals. Hér er aðallega um þorsk að ræða en einnig ýsu og ufsa. Þá hefur sala á kóngakrabba og snjókrabba farið vaxandi.