Útflutningur á norskum sjávarafurðum hefur aldrei verði verðmætari í júlí heldur en í nýliðnum mánuði.

Byggir þetta fyrst og fremst á sölu eldislax að því er kemur fram í salmonbusiness.com sem vitnar í upplýsingar frá Norska sjávarafurðaráðinu.

Verðmæti útflutnings sjávarafurða frá Noregi í heild nam alls 13,9 milljörðum norskra króna, jafnvirði 167 milljörðum íslenskra króna, í júlí sem er hækkun um 1,1 milljarð frá því í sama mánuði í fyrra. Er aukningin er sögð stafa af vaxandi eftirspurn Kínverja eftir eldislaxi. Alls nam verðmæti eldislaxins í júlí 10,2 milljörðum norskra króna fyrir 136.054 tonn sem flutt voru út. Aukningin í magninu á laxi nam 28 prósent en verðmætið óx ekki jafn mikið vegna verðlækkunar á mörkuðum.

Kína tekur við af Bandaríkjunum

Fram kemur að markaðurinn í Kína hafi tekið við af Bandaríkjunum sem sá markaður þar sem mestur vöxtur sé. Sérstaklega sé markaðurinn fyrir lax góður.

Þrátt fyrir þetta er Pólland áfram fremsti áfangastaður norskra sjávarafurða með keyptar vörur fyrir 1,7 milljarð norskra króna í júlí. Þar á eftir fylgir Kína með 1,3 milljarða og síðan Bandaríkin með 1,1 milljarð.

Nánar er fjallað um málið á salmonbusiness.com.