Haustleiðangri fiskifræðinga í Barentshafi er að ljúka. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að nýliðun í þorskseiðum slær öll met og ýsa og loðna er lítillega yfir meðaltali. Nýliðun í karfa og síld er hins vegar undir meðallagi, að því er fram kemur á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.
Rannsóknir seiðum eða svokallaðri núllgrúppu eru hluti af umhverfisleiðangri sem farinn er árlega í Barentshafi að hausti. Núllgrúppurannsóknir eru mjög mikilvægar fyrir langtímaspár um stofnstærð einstakra fisktegunda.
Á tíunda áratug síðustu aldar var góð nýliðun þorskseiða í Barentshafi. Hitinn í Barentshafi jókst og náði hámarki árið 2006. Eftir það lækkaði hitinn aftur. Í lok þess tímbils fundust aðeins veikir eða meðalstórir árgangar. Síðustu þrjú árin hefur vísitala þorskseiða hins vegar hækkað og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum slær nýliðun þorskseiða í ár öll fyrri met.
Mikið hefur fundist af ungloðnu í Barentshafi frá árinu 2006. Í fyrra var núllgrúppan yfir meðallagi og útlit er fyrir að svo verð einnig í ár. Hins vegar gæti aukin þorsk- og ýsugengd höggvið skarð í loðnustofninn.
Nýliðun ýsuseiða virðist vera vel yfir meðaltali og er svipuð og í fyrra. Þó er hún samt aðeins einn þriðji af metárganginum 2005.
Þá bendir allt til þess að vístala fyrir núllgrúppu síld í Barentshafi sé svipuð eða litlu minni en í fyrra. Árgangurinn er þó slakur og er undir langtímameðaltali áranna 1980-2011.