Met var í gær sett í slátrun á einum degi í Drimlu, laxasláturhúsi Arctic Fish í Bolungavík.
Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta á Ísafirði, bb.is. Þar er haft eftir Kristjáni R. Kristjánssyni framleiðslustjóra að alls hafi verið slátrað 150 tonnum af eldislaxi úr kvíum í Eyrarhlíð í Dýrafirði. Eldislaxinn hafi verið stór, um 6,5 kg að meðaltali og að meira en 90 prósent fari í fyrsta flokk. Mest af fiskinum fari beint suður í flug til Kína og Bandaríkjanna og frönsk reykhús kaupi einnig mikið.